Ford hefur framleitt 10 milljónir Mustang bifreiða
Ford verksmiðjurnar hafa framleitt 10 milljónir Mustang bifreiða. Þessum sögulega áfanga var náð á dögunum en fyrsti bíllinn af þessari gerð var framleiddur í Detroit 1964. Eins og allir vita hefur Mustang alla tíð notið mikilla vinsælda um allan heim.
Forsvarsmenn Ford ákváðu að minnast þessara tímamóta með því að framleiða GT blæjubíl með sama lit og fyrsti bíllinn 1964.
Til marks um vinsældir bílsins seldust yfir hundarð þúsund bílar á fyrstu þremur mánuðum framleiðslunnar. Fyrsta árið seldust um 170 þúsund bílar. Á Íslandi hefur Ford Mustang ekki verið undanskilið í vinsældum og hér er starfandi klúbbur þar sem félagsmenn hittast reglulega.