Fórnarlamba umferðarslysa verður minnst
Árlega láta lífið yfir 3500 einstaklingar og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Enn fleiri þurfa að takast á við áföll,sorgir og eftirsjá af völdum þessa. Aljóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn með athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á sunnudaginn kemur, 19. nóvember.
Þetta verður í sjötta sinn sem efnt verður til þessara athafnar en Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu minningunni þriðja sunnudag í nóvember. Starfsstéttir, sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður, verðar heiðraðar sérstaklega þennan dag.
Frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968 hafa 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi. Umferðarslysum hefur fækkað umtalsvert síðustu áratugi, sérstaklega í banaslysum. Árin 2007-2016 létust að jafnaði 12,3 á hverju ári í umferðinni en næstu tíu árin þar á undan létust að jafnaði 24,4 á ári.
Dagskrá athafnarinnar í Fossvogi verður eftirfarandi:
- 10:45. Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir við spítalann ( ef hún er ekki í útkalli)
- 11:00 Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri og stjórnandi athafnarinnar. Setur samkomuna.
- 11:05 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur ávarp og endar með að kynna og stýra einnar mínútu þögn.
- 11:15 Mínútu þögn.
- 11:16 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra flytur ávarp.
- 11:21 Þórir Guðmundsson, lögreglumaður á Ísafirði og tvíburabróðir Þóreyjar Guðmundsdóttur sem lést í umferðarslysi árið 2006, segir frá reynslu sinni.
- 11:26 Ágúst Mogensen sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS – hann stýrði rannsókn á slysinu þegar Þórey lést.
- 11:31-11:35 Stjórnandi segir athöfninni formlega lokið.
- Þátttakendum boðin hressing í bílageymslu bráðamóttökunnar.