Forseti FIA dregur úr afskiptum sínum á Formúlu 1
Mohammed Ben Sulayem, forseti alþjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, hefur tilkynnt að hann muni draga úr daglegum afskiptum sínum í Formúlu 1 kappakstrinum. Ástæða þessa eru sagðar vera erfið samskipti Sulayem síðustu mánuði við eigendur Formúlu 1.
Forsetinn hefur látið orð falla um gildi íþróttarinnar, málfrelsi og skoðanir ökumanna keppninnar. Þetta hefur fallið í grýttan jarðveg og hafa eigendur Formúlu 1 lýst yfir óánægju með framgöngu hans.
Nokkrir heimildarmenn innan Formúlu 1 sögðu í samtölum við fjölmiðla í gær að þeir væru efins um ástæður Ben Sulayem fyrir að stíga til baka. Hann hefði í raun farið áður en honum var ýtt til hliðar eftir röð nýlegra átaka sem vakti reiði innan bæði Formúlu 1 og eigendur íþróttarinnar.
Sulayem hefur látið eftir sér fara að þessar breytinar séu í takti við þær breytingar sem hann hugðist gera þegar hann tók við sem forseti í París í lok desember 2021. Þar boðaði hann að dreifa ábyrgð til annara í daglegum rekstri í þeirri endurskipulagningu sem blasti við á næstu árum.