Forstjóra vantar
Innanríkisráðherra hefur auglýst embætti forstjóra Samgöngustofu laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 22. júní nk. Nýr forstjóri verður skipaður til fimm ára.
Samgöngustofa tók til starfa þann 1. júlí 2013. Með því var sameinuð á einum stað yfirstjórn Flugmálastjórnar, Siglingastofnunar, Umferðarstofu og Vegagerðar. Hermann Guðjónsson sem verið hafði siglingamálastjóri var skipaður forstjóri hinnar nýju stofnunar. Hann mun nú hafa óskað eftir lausn frá forstjórastöðunni og hefur hún því verið auglýst.
Í auglýsingu um stöðuna segir m.a. að leitað sé eftir einstaklingi sem hefur leiðtogahæfileika, er framsýnn í hugsun, hefur góða þekkingu eða reynslu af stefnumótun, hefur sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu og hefur metnað til að ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.