Forstjóri Volvo segir eftirspurn eftir rafbílum eigi eftir að aukast

,,Kórónuveirufaraldurinn á eftir að breyta miklu í bílaframleiðslu á næstu árum. Eftirspurn eftir sprengihreyfilsbílum á eftir að minnka en að sama skapi mun sala á rafbílum eftir að aukast,“ sagði Håkan Samuelsson, forstjóri Volvo, á ráðstefnu með fjarfundarbúnaði í síðustu viku.

Samuelsson sagði í sænskum fjölmiðlum að ríkisstjórnir verði að létta á álögum til að þessi þróun gæti gengið enn betur eftir. Rafbíllinn er góður kostur og hann er framtíðin er haft eftir Samuelsson.

Ljóst er að bílaiðnaðurinn á undir högg að sækja og nú sem stendur er bílasala heilt yfir lítil. Eftirspurnin er ekki mikil og taka mun langan tíma að rétta hana við. Margir bílaframleiðendur berjast hreinlega í bökkum og hafa óskað eftir enn frekari aðstoð frá stjórnvöldum. Í Evrópu eru sumar verksmiðjur enn lokaðar og aðrar starfa á ekki miklum afköstum.

 

Mynd: Håkan Samuelsson forstjóri Volvo.