Förum varlega í vatnsaganum
Asahláka er nú á Suðvesturlandi og hafa mikil stöðuvötn myndast víða á götum og vegum.
Við vörum fólk alvarlega við því að aka á fullri ferð út í þessa risapolla. Sé það gert er stórhætta á því að vatn komist inn í bílvélar og brunahólf þeirra en slíkt getur valdið mjög miklum og dýrum skemmdum á vélunum.
Ef vatn kemst í brunahólfin þýðir það oftast það að eitthvað verður undan að láta. Vatnið „fjaðrar“ ekki eins og loftið sem þangað sogast inn og þjappast saman. Þessvegna bogna stimpilstangir eða brotna. Viðgerðir á vélum sem á annað borð er hægt að gera við eftir þesskonar hamfarir eru alltaf mjög dýrar, en ef stimpilstangirnar brotna og jafnvel sprengja sér leið út um vélarblokkina, er bílvélin hreinlega ónýt. Farið varlega.