Forval vegna Vaðlaheiðarganga
Í gær auglýsti Vegagerðin forval tilboðsgjafa í borun og byggingu Vaðlaheiðarganga, byggingu forskála við gangamunna o.fl. Frestur til að skila inn gögnum er til 3. maí nk.
Fullbyggð verða göngin 9,5 metra breið og 7,2 kílómetra löng. Steinstyptir vegskálar verða við enda þeirra, samtals 320 m langir og meðfylgjandi vegir við endana verða 4 km.
Vaðlaheiðargöngin verða þau breiðustu hér á landi til þessa. Til samanburðar þá eru Hvalfjarðargöngin 8,5 metra breið og nýju Óshlíðargöngin til Bolungarvíkur eru 8 m að breidd.
Í forvalinu er reiknað er með að framkvæmdir geti hafist í haust og að þeim ljúki fyrir lok árs 2014.