Framkvæmdir á fjölförnustu ljósstýrðu gatnamótum borgarinnar

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir undirbúningsframkvæmdir við stjórnskáp umferðarljósa á fjölförnustu ljósstýrðu gatnamótum borgarinnar, Miklubraut/Kringlumýrarbraut.

Framkvæmdirnar fela meðal annars í sér uppsetningu varaaflgjafa til að tryggja að ljósin haldist virk í tilfelli spennuleysis og þar með auka öryggi vegfarenda.

Til að virkja nýja búnaðinn þarf að slökkva tímabundið á rafmagni. Því verður rafmagn tekið af skápnum næstkomandi laugardagsmorgun, 12. apríl kl. 8:00. Gert er ráð fyrir að rafmagnsleysi vari í allt að 60 mínútur.

Ljóst er að umferðarljósin verða óvirk á meðan þessu stendur. Vegfarendur eru beðnir um að fylgja öðrum umferðarmerkjum á svæðinu, en lögregla verður á staðnum til að stýra umferð ef þörf krefur. Aðgerðinni er sérstaklega stillt upp á tíma dags þegar umferð er í lágmarki til að valda sem minnstri röskun.