Framkvæmdir fyrir Fossvogsbrú að hefjast Reykjavíkurmegin
Framkvæmdir fyrir Fossvogsbrú eru hafnar en vinna við landfyllingar og sjóvarnir hefst Reykjavíkurmegin á næstu dögum. Framkvæmdir hófust á Kársnesi í Kópavogi í janúar.
Leitast er við að framkvæmdir valdi sem minnstum truflunum en umferð stórra ökutækja mun tímabundið þvera göngu- og hjólastíga á einum stað. Stígarnir verða alltaf opnir.
Í sjó er búið að girða af vinnusvæðið með baujum sem bannað er að synda eða sigla inn fyrir. Utan þeirra getur sjósunds- og siglingafólk athafnað sig venju samkvæmt.
Búið er að stofna upplýsingasíðu um framkvæmdina, sem verður reglulega uppfærð. Enn fremur verða upplýsingaskilti á svæðinu.