Framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar ganga vel

Framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi ganga vel. Breikkunin mun auka umferðaröyggi á þessum vegakafla til muna. Áætlað er að kostnaðurinn við þessa vegaframframkvæmd muni nema um 6,5 milljörðum króna.

Á Vesturlandsvegi hafa í gegnum tíðina orðið mörg alvarleg slys og mun þessi breikkun auka öryggið og fækka umferðarslysum til muna. Breikkunin er á um níu metra kafla milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar. Að því fram kemur á ruv.is verður vegtengingum fækkað og í staðin koma hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur

Haft er eftir Önnu Elínu Jóhannsdóttur, verkfræðingi hjá Vegagerðinni, að þessi breikkun var löngu orðin tímabær og þetta muni bæta umferðaröyggi á þessu svæði verulega. Til standi að að setja upp þrjú hringtorg sem leysa muni 30 vegamót sem eru nú inn á Vesturlandsveg á þessum kafla, en þau vegamót hafi valdið töluverðri slysahættu. Eins og áður sagði  er heildarkostnaður við 6,5 milljarðar króna. Fyrsta og öðrum áfanga verksins á að vera lokið árið 2023.