Framleiðendur sjá fram á lokanir í Bandaríkjunum
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er að gera sér vonir um að geta opnað verksmiðju sína í Navarra á Spáni 20. apríl. Verksmiðja fyrirtækisins hefur verið lokuð frá því um miðjan mars vegna kórónuveirunnar.
Ef áætlanir Volkswagen ganga eftir verður alls ekki um full afksöt að ræða og munu starfsmenn klæðast grímum, hönskum og sótthreinsuðum búningum. Um 4800 starfsmenn vinna í verksmiðjunni sem framleiðir Polu og T-Cross bifreiðar.
Í Bandaríkjunum sjá bílaframleiðendur fram á lokanir næstu mánuðina. Eftirspurn eftir nýjum bíla hefur hrapað á síðustu vikum. Bílaframleiðendur standa frammi fyrir samdrætti í sölu í Bandaríkjunum sem er næststærsti bíll markaður í heimi. Toyota ætlar að stöðva framleiðsluna sína í Bandaríkjunum og Kanada strax eftir páska. Nissan hefur gefið út yfirlýsingu að allri starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum verði hætt fyrir næstu mánðarmót.