Framleiðslu hætt í einni elstu bílaverksmiðju heims
Eftir 120 ára ökutækjaframleiðslu í Luton á Englandi hefur framleiðslu loksins verið hætt hjá Vauxhall. Verksmiðjan í Luton var ein elsta bílaverksmiðja heims sem enn var starfræk.
Í nóvember sl. tilkynnti bílaframleiðandinn Stellantis að þeir myndu flytja framleiðslu rafknúinna sendibíla til annarrar starfsstöðvar. Nú er því framleiðslu lokið í Luton. Í staðinn mun bílaframleiðandinn fjárfesta sem nemur 647 milljónum sænskra króna til að styrkja verksmiðjuna í Ellesmere Port.
Síðasti bíllinn rann af færibandinu sl. föstudag. Vauxhall hóf framleiðslu bíla árið 1903 og byggði verksmiðjuna í Luton árið 1905. Fólksbílaframleiðslu lauk árið 2002 en framleiðsla atvinnuökutækja hélt þó áfram fram til föstudagsins.