Framlög til samgöngumála aukin

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í dag fjármálaáætlun nýrrar ríkstjórnar 2026-2030. Á vef stjórnarráðsins kemur fram að framlög til samgöngumála eru aukin úr 66 í 74 milljarða króna. á tímabilinu.

Þar af fara 7 milljarðar til vegabóta, viðhalds og þjónustu strax á árinu 2026. Undanfarin 10 ár hefur umferð á þjóðvegum aukist um 70–100% sem hefur aukið álag á slitlag, brýr og burðarlag.

Fram kemur í fjármálaáætlunni að um 40% þjóðvega eru metnir í slæmu eða mjög slæmu ástandi og 30% vegakerfisins er með slakt burðarlag. Þessi viðhaldsskuld sem hefur safnast upp um langt skeið krefst markvissrar fjárfestingar og forgangsröðunar til að efla innviði og bæta búsetuskilyrði á landinu öllu.