Frestun gildistöku nýrrar gjaldskrár
Gjaldskrá Samgöngustofu hefur að langmestu leyti verið óbreytt í fjöldamörg ár þrátt fyrir launa- og verðlagshækkanir. Í ljósi þess var um síðustu áramót ákveðið að hækka gjöld með hóflegum hætti þannig að þær rúmist að fullu innan lífskjarasamnings, 2,5%.
Birting ákvörðunarinnar tafðist og tók hún því ekki gildi fyrr en 18.3.2020.
Tímasetning gildistökunnar er óheppileg og óviðeigandi í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu sem enginn sá fyrir þegar uppfærslan var í undirbúningi.
Í samráði við samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytið hefur Samgöngustofa ákveðið fresta gildistökunni til 1. september næstkomandi. Sú ákvörðun tekur gildi samstundis og verður birt í Stjórnartíðindum svo fljótt sem verða má.