Frjósandi vatn hvessir dekkjaklærnar

Þrír sænskir verkfræðingar sem m.a. hafa starfað fyrir Volvo hafa fundið upp einfalda tækni sem skýtur út nöglum úr vetrarhjólbörðum þegar kalt er og hálka á vegum, en dregur þá inn aftur þegar hlýnar og engin þörf er fyrir nagla til að krafsa í ís.

Tæknin bak við þetta er í raun sáraeinföld. Hún er sú að inni í dekkjanöglunum er vatnsdropi. Þegar hann frýs eykst rúmmál dropans um tíu prósent og ýtir hann þá oddi naglans út þannig að hann nær að grípa í vegyfirborðið eða ísinn sem þar er. Þessi útþensla hefst raunar strax við 4 stiga hitamarkið og nær hámarki við frostmark. En þegar svo hlýnar á ný, bráðnar dropinn inni í naglanum og oddurinn rennur inn á við aftur og nær ekki lengur að snerta vegyfirborðið.

Verkfræðingarnir segjast hafa lengi velt fyrir

http://fib.is/myndir/Inndraganlegir3.jpg
http://fib.is/myndir/Inndraganlegir4.jpg

sér lausn þess vanda að setja inndraganlega nagla í vetrarhjólbarða. Þeir hafi lengi hugsað málið út frá því að skjóta út nöglununm og draga þá inn á ný með rafstraumi og rafsegultækni. Það hefði hins vegar kallað á talsverðar tilfæringar með að koma rafstraumnum til naglanna með einhverjum hætti. Loks hefðu þeir komist að þeirri niðurstöðu að einfaldast væri hreinlega að láta náttúruna sjálfa (hitastigið) sjá um þetta.

Þremenningarnir, sem heita Sigvard Zetterström, Mats Jonasson og Johannes Edrén hyggjast ekki taka sér einkaleyfi á hugmyndinni heldur gefa hana öllum hana til frjálsra afnota og áframhaldandi þróunar.