Frumsýning á Mercedes-AMG CL 53
Bílaumboðið Askja mun á laugardag í Krókhálsi 11 milli kl. 12-16 standa fyrir sýningu á Mercedes-AMG CLE 53 Coupé en um er að ræða tveggja dyra sportbíl með 449 hestafla vél og 4MATIC+ fjórhjólakerfi.
Í tilkynningu segir að CLE 53 AMG Coupé sé svokallaður „mild hybrid“ bíll með sex strokka bensínvél auk innbyggðs startara sem gefur viðbótarafl þegar á þarf að halda. Gírskiptingin er af gerðinni AMG Speedshift TCT 9G og skilar aðlöguðum skiptitímum, hröðum viðbrögðum, tvöfaldri kúplingu og mörgum niðurgírskiptum.
Í boði eru kraftmiklar hröðunaraðgerðir og stilltir skiptingartímar, sem og eldsneytissparandi aksturslag, allt eftir því hvaða akstursáætlun er valin eins og fram kemur í tilkynningu.
Langt húdd, aflíðandi framrúða og hallandi baklína gefa bifreiðinni sterkan svip. Valfrjáls AMG Optics útlitspakki framkallar síðan enn sportlegra yfirbragð og inniheldur m.a. viðbótarsvuntu að framan, vindskeið ofan á skottinu og dreifibretti að aftan.
Þeir kaupendur sem þess óska geta einnig valið svokallaða AMG Night og AMG Carbon pakka. Upplýsinga- og afþreyingarkerfið er af gerðinni MBUX og í farþegarýminu má m.a. finna 123‘‘ margmiðlunarskjá og 11,9‘‘ ökumannsskjá.