Frumsýning á Mercedes-AMG CL 53

Bílaum­boðið Askja mun á laug­ar­dag í Krókhálsi 11 milli kl. 12-16 standa fyrir sýn­ingu á Mercedes-AMG CLE 53 Coupé en um er að ræða tveggja dyra sport­bíl með 449 hestafla vél og 4MATIC+ fjór­hjóla­kerfi.

Í til­kynn­ingu seg­ir að CLE 53 AMG Coupé sé svo­kallaður „mild hybrid“ bíll með sex strokka bens­ín­vél auk inn­byggðs start­ara sem gef­ur viðbót­arafl þegar á þarf að halda. Gír­skipt­ing­in er af gerðinni AMG Speeds­hift TCT 9G og skil­ar aðlöguðum skip­ti­tím­um, hröðum viðbrögðum, tvö­faldri kúpl­ingu og mörg­um niðurgír­skipt­um.

Í boði eru kraft­mikl­ar hröðun­araðgerðir og stillt­ir skipt­ing­ar­tím­ar, sem og eldsneyt­is­spar­andi akst­urslag, allt eft­ir því hvaða akst­ursáætl­un er val­in eins og fram kemur í tilkynningu.

Langt húdd, aflíðandi framrúða og hallandi baklína gefa bif­reiðinni sterk­an svip. Val­frjáls AMG Optics út­lit­spakki fram­kall­ar síðan enn sport­legra yf­ir­bragð og inni­held­ur m.a. viðbót­ar­svuntu að fram­an, vind­skeið ofan á skott­inu og dreifi­bretti að aft­an.

Þeir kaup­end­ur sem þess óska geta einnig valið svo­kallaða AMG Nig­ht og AMG Car­bon pakka. Upp­lýs­inga- og afþrey­ing­ar­kerfið er af gerðinni MBUX og í farþega­rým­inu má m.a. finna 123‘‘ marg­miðlun­ar­skjá og 11,9‘‘ öku­manns­skjá.