Frumsýning á nýrri hönnun Gen2 EVO
Formula E og FIA gáfu í vikunni aðdáendum sínum frumsýningu á nýrri hönnun Gen2 EVO. Nýi bíllinn mun keppa á komandi tímabili þar sem rafmagnskappakstursbílar munu etja kappi undir merkjum ABB FIA áheimsmeistaramótinu.
Tímabilið er það sjöunda í sögunni og búast menn við því að það verði það tilkomumesta hingað til.
Forveri Gen2 EVO, sem var jafnframt fyrsti bíllinn til að vinna Formula E, hefur fengið nokkra upplyftingu fyrir komandi tímabil m.a. nýja og uppfærða vængi bæði að framan og aftan.
Breytingar á bílnum hafa vakið mikla athygli og að margra mati komið Formula E keppninni á hærra stig. Bíllinn mun halda áfram að notast 18 tommu Michelin pilot sport dekk sem þola bæði þurrar og blautar aðstæður.
Bíllinn verður frumsýndur almenningi á FIA básnum á alþjóða bílasýningunni í Genf í mars næstkomandi.
,,Á þessum tímum sjáum við öll hvað tækninni fleytir fram Ég er ánægður að sjá þróunina í þessum efnum og spennandi að sjá heimsmeistarakeppnina með nýju útliti,“ sagði Jean Todt, forseti FIA.
,,Gen2Evo er einn framsæknasti keppnisbíllinn sem fram hefur komið. Ég vil þakka Jean Todt, Forseta FIA og teymi hans fyrir þessa þróun sem við sjáum í dag,“ sagði Alejandro Agag stofnandi og formaður Formula E.