Fyrirhugaðir vegatollar mismuna fólki eftir efnahag
01.09.2024
Sami vegatollur verður lagður á einstaklinginn sem aðeins hefur efni á 10 ára gömlum smábíl og einstaklinginn sem hefur efni á 20 milljón króna jeppa. Tekjulágir borga það sama og tekjuháir.
Vegatollar ýta tekjulágu fólki þannig yfir í almenningssamgöngur, sem fyrir vikið dregur úr umferðartöfum þeirra sem hærri hafa tekjurnar.