Fyrirhuguð hækkun gjalda á bílum til greiningar í ráðuneytinu
Ákvörðun Evrópusambandsins vegna breyttra mælinga á útblæstri er áætlað að verð á nýjum bílum gæti hækkað töluvert. Þessi nýi mengunarmælikvarði á að taka gildi um næstu mánaðarmót. Bílgreinasamband Íslands hefur nú þegar þrýst á íslensk stjórnvöld að gera ráðstafanir til að draga úr fyrirhuguðum hækkunum.
Stjórnvöld í nágrannalöndum okkar hafa sum hver svarað kallinu með lækkun og sænsk stjórnvöld hafa þegar tekið ákvörðun um að fresta gildistökunni til ársins 2020. Evrópusambandið var ennfremur við því að breytingarnar leiði til verðhækkana á bílum. Það hafi aldrei markmiðið með breyttum mælingum á útblæstri.
Málið er til skoðunar í fjármálaráðuneytinu og er haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðaherra, í Morgunblaðinu að það sé ekki markmið breyttra mælinga á mengun bifreiða að auka tekjur ríkissjóðs. Hann segir jafnframt hafa haft áhyggjur af þessu máli og það sé til greiningar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og vinnu þar að lútandi er ekki lokið. Ráðherra útilokar ekki að brugðist verði við vegna þessara ábendinga.