Fyrst um sinn engum sektum beitt fyrir nagladekkjanotkun

 Samkvæmt laganabókstaf eru nagladekk eru bönnuð frá og með deginum í dag, 15. apríl,  nema aðstæður gefi tilefni til annars.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við FÍB í morgun að ökumenn gætu verið rólegir í byrjun og fyrst um sinn yrði engum sektum beitt fyrir nagladekkjanotkun.

Aldrei hefur sektum verið beitt fyrir nagladekkjanotkun í apríl og svo verður áfram. Í fyrra fór lögreglan að beita sektum í kringum 20. maí. Lögreglan mun koma ábendingum til ökumanna þegar hún setur sig í sektarstellingar.

Sektir vegna notkunar nagladekkja utan leyfilegs tíma hækkuðu umtalsvert 2018, úr fimm þúsund krónum á dekk upp í 20 þúsund krónur.