Fyrsta skoðun bíla eftir 4 ára notkun

Danskt bílaskoðunarfyrirtæki sem heitir Applus+ Bilsyn hefur tekið saman tölulegar upplýsingar um niðurstöður fyrstu öryggisskoðunar á bílum. Fyrsta skoðun bíla í Danmörku fer fram þegar bílarnir hafa verið fjögur ár í notkun frá nýskráningu. Um 500 þúsund bílar voru skoðaðir í fyrsta sinn árið 2011 og sú tegund og gerð sem fæstar athugasemdir fengu reyndist vera Volvo C30 með 9,6 athugasemdir á hverja 100 bíla.

Volvo C30 er fyrsti bíllinn sem nær þeim árangri að fá færri 10 athugasemdir á hverja 100 skoðaða bíla. Athygli vekur að japönsku bílarnir sem lengi hafa verið einna minnst bilanagjarnir hafa látið undan síga fyrir hinum evrópsku. Evrópsku tegundirnar Volvo, Volkswagen og Audi sitja nú í efstu sætunum. Fæstar athugasemdir eru gerðar við þá í skoðun og þeir virðast því orðnir öruggastir í rekstri og minnst bjarnir á að bila. Á lista Applus+ Bilsyn nú eru Volvo bílar í tveimur efstu sætunum. Mazda frá Japan kemur inn í þriðja sætið.

Þegar niðurstöðurnar nú eru bornar saman við niðurstöður fyrri ára sést að bílarnir hafa stöðugt verið að batna og athugasemdum hefur farið fækkandi. Árið 2010 var Volvo S40 í efsta sætinu með 10,4 athugasemdir á hverja 100 bíla. Árið 2009 var Ford Fusion í efsta sætinu með 16,8 athugasemdir á hverja 100 bíla.

Framkvæmdastjóri skoðunarfyrirtækisins sýni að bílaframleiðendur  skili frá sér stöðugt vandaðri bílum. Að bíll skuli nú fá minna en 10 athugasemdir á hverja 100 bíla sé talsverður merkisatburður sem Volvo framleiðandinn megi vera stoltur af. En samantektin sýni líka að bæði franskir og kóreskir framleiðendur mættu taka sig á. Þeir séu búnir að hjakka í svipuðu fari undanfarin ár. Nú sýnir það sig að 20 af þeim 25 tegundum sem verma neðstu sætin eru einmitt bílar frá Frakklandi og Kóreu. Sá bíll sem skipar neðsta sætið er Chevrolet Nubira frá Kóreu með 58,7 athugasemdir á hverja 100 skoðaða bíla.

Algengustu athugasemdir sem eru gerðar við eftir fyrstu fjögur árin í „lífi“ bílanna tengjast bilunum í rafkerfi, ljósum, hemlum og í burðarvirki.

4 ára gamlir fólksbílar skoðaðir 2011

Tegund

Gerð

Ágallar pr. 100

Volvo

C30

9,6

Volvo

S40

12,0

Mazda

2

12,9

Mercedes-Benz

C-klasse

14,7

Audi

A6

15,0

Ford

C-Max

15,6

BMW

5'er serie

15,7

Audi

Q7

15,8

Volkswagen

Golf

16,7

Volkswagen

Jetta

17,1

Audi

A4

17,7

Toyota

Auris

18,2

Volvo

S80

18,5

Volvo

495

18,9

Volkswagen

Passat

19,9

Suzuki

SX4

20,7

Ford

Fiesta

20,8

BMW

1'er serie

20,8

Volkswagen

Touran

20,8

Suzuki

Ignis

20,9

Volvo

V50

21,0

BMW

3'er serie

21,5

Toyota

Landcruiser

21,8

Audi

A3

21,8

Opel

Astra

22,0

Toyota

Corolla

22,6

Mazda

6

22,6

Ford

Fusion

22,7

Opel

Vectra

23,1

Suzuki

Liana

23,2

Saab

9-3

23,7

Toyota

Corolla Verso

23,7

Volvo

V70

23,9

Volkswagen

Polo

24,7

Opel

Zafira

24,9

Volkswagen

Fox

24,9

Mazda

5

25,7

Fiat

Panda

25,7

Chevrolet

Kalos

25,9

Toyota

Avensis

26,6

Hyundai

I 30

26,7

Honda

Civic

27,0

Seat

Altea

27,5

Mazda

3

27,9

Hyundai

Getz

28,1

Toyota

Yaris

28,3

Seat

Leon

28,5

Kia

Cee'd

28,6

Ford

Mondeo

28,6

Volkswagen

Touareg

28,7

Skoda

Octavia

29,5

Suzuki

Swift

29,5

Ford

Focus

30,0

Toyota

Aygo

30,1

Fiat

Punto

30,4

Peugeot

407

31,1

Honda

CR-V

31,4

Chevrolet

Epica

31,8

Opel

Meriva

32,2

Suzuki

Grand Vitara

32,3

Peugeot

308

32,4

Opel

Corsa

32,5

Hyundai

Sonata

32,8

Hyundai

Atos prime

32,9

Skoda

Fabia

33,1

Mercedes-Benz

E-klasse

33,2

Peugeot

207

33,9

Mercedes-Benz

B-klasse

34,2

Citroën

C1

34,6

Alfa Romeo

159

35,4

Nissan

Qashqai

36,3

Nissan

Primera

36,3

Skoda

Roomster

36,4

Hyundai

Matrix

37,2

Fiat

Ducato

37,3

Chevrolet

Matiz

37,4

Chevrolet

Lacetti

37,6

Ford

S-Max

37,7

Citroën

C4 Picasso

38,3

Peugeot

107

38,6

Kia

Carnival

38,8

Peugeot

206

38,8

Citroën

Berlingo

40,7

Kia

Picanto

41,1

Peugeot

307

41,2

Peugeot

Partner

42,2

Renault

Clio

43,1

Renault

Scenic

43,2

Kia

Rio

43,9

Mitsubishi

Colt

44,3

Renault

Megane

45,0

Citroën

C3

45,7

Citroën

Xsara Picasso

45,9

Citroën

C4

46,4

Ford

Ka

48,1

Ford

Transit

48,6

Mitsubishi

Lancer

54,3

Citroën

C5

57,1

Chevrolet

Nubira

58,7