Gasknúin Lada ódýrust í rekstri

The image “http://www.fib.is/myndir/LadaNiva.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Lada Niva.
Eins og FÍB gerir hið þýska systurfélag, ADAC útreikninga á reksturskostnaði bifreiða á hverju ári. Inn í þessa útreikninga eru teknir allir þættir sem varða reksturinn, svo sem kaupverð, fjármagnskostnaður, viðhalds og viðgerðakostnaður, tryggingar og skattar o.fl. Ódýrustu bílarnir í rekstri á þessu ári eru rússneskir Lada bílar sem keyrðir eru á gasi. Kostnaðartölurnar eru miðaðar við 15 þúsund km árlegan akstur og fjögurra ára notkunartíma. Þær eru eftirfarandi: Lada 2110 0,355 evrur pr. km, Lada 2111 0,36 evrur pr. km og loks Lada 2112 sem kostar 0,359 evrur pr. km.
Lada bílarnir eru lang ódýrustu bílar sem fáanlegir eru í Þýskalandi. Verðið á Lada 2110 stallbakur með búnaði til að aka honum á hvort heldur sem er bensíni eða gasi er 8.980 evrur eða um kr. 650 þúsund. Langbakurinn Lada 2111 kostar með gasbúnaði 10.480 eða kr. 758.440 og Lada Niva sem hér hét Lada sport kostar með gasbúnaðinum 905 þúsund. Gasbúnaðurinn sjálfur kostar rúmlega 180 þúsund krónur. Þessar tölur þýða að hér á landi myndi stallbakurinn kosta um 850 þúsund krónur, langbakurinn um milljón og jepplingurinn um 1,3 milljónir og menn gætu tekið á þá jöfnum höndum bensín eða þá metangas frá Sorpu á Essóstöðinni á Bíldshöfða í Reykjavík.

The image “http://www.fib.is/myndir/Lada2111.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Lada 2111. Þessi bíll kostar í Þýskalandi fullbúinn á götuna með búnaði til að geta ekið jafnt á gasi sem bensíni, kr. 758.440,- Hér á landi myndi hann trúlega leggja sig á um eina milljón. Hvernig er það eiginlega - er ekkert Lada-umboð lengur á Íslandi????