Genesis í Detroit
Genesis verður sérstakt vörumerki hjá Hyundai fyrir vandaða lúxusbíla, svipað og Lexus er hjá Toyota og Infinity hjá Nissan. Á markaði er Genesis ætlað að keppa við dýrustu vagnana frá Audi, BMW, Mercedes og Jaguar auk Lexus og Infiniti. Genesis verður fyrst markaðsssettur í Bandaríkjunum og S. Kóreu, síðan í Kína og Rússlandi og í olíuríkjunum í Austurlöndum nær. Ekkert hefur verið tilkynnt um sókn inn á Evrópumarkað.
Genesis er sagður vera með öruggustu og sterkustu bílum og mjög til hans vandað í efni og vinnu. Því ætti hann að höfða vel til þeirra allra ríkustu sem valkostur við dýrustu Benzana og aðra bíla af dýrustu og vönduðust tegundunum.
Í G90 verða tvær vélargerðir valkostur. Sú minni er 3,3 lítra, 365 ha, tveggja túrbína V6 vél með 510 Nm togi. Sú stærri er 5,0 l V8, 420 hö. sem togar 520 Nm. Átta hraða sjálfskipting og afturhjóladrif er staðalbúnaður en sítengt aldrif er aukabúnaður. Bíllinn er stallbakur. Hann er 5,2 m langur, 1,91 á breidd og 1,5 m á hæð og þar með nokkurnveginn jafnstór og Lexus LS eða lengri gerðin af Mercedes S.