Genfarbílasýningin 2014
Á föstudaginn kemur verður bílasýningin í Genf opnuð í 84. sinn. Hefð er fyrir því að evrópsku bílaframleiðendurnir viðri á þessari sýningu þær tækni- og hönnunarnýjungar sem þeir eru að fást við hverju sinni.
Skoda í Tékklandi ætlar að sýna frumgerð Skoda VisionC (sjá mynd) sem er sportlegur vagn, byggður er á nýjustu kynslóð Skoda Octavia. Þessari frumgerð er ætlað að sýna hvert Skoda vill stefna í hönnun bíla sinna og til fjölbreyttara úrvals í gerðum bíla.
Auk frumgerðarinnar VisionC sýnir Skoda bílgerðir sem ýmist eru þegar komnar í sölu eða eru rétt ókomnar. Þar má m.a. nefna fjórhjóladrifinn Octavia Scout, metangasdrifinn Skoda Octavia og svokallaðar Monte Carlo-gerðir Skoda Yeti, Rapid Spaceback og Citigo.