Getum svosem farið frá Ítalíu
Fiat bílaverksmiðjurnar í Torino á Ítalíu eru í hugum flestra órjúfanlegur hluti Ítalíu og ítalsks iðnaðar og hönnunar, ekki síst Ítala sjálfra.
Það hrukku því margir í kút, ekki síst Ítalir, þegar forstjóri Fiat, Sergio Marchionni, sagði í gær í samtali við ítalska útvarpsstöð um efnahagsástandið í landinu að Fiat þyrfti ekkert nauðsynlega á Ítalíu að halda.
–Við getum svosem farið, sagði Marchionne. –Við erum fjölþjóðasamsteypa með starfsemi um allan heim. Hún heldur áfram hvort heldur sem við erum á Ítalíu eða ekki, sagði forstjórinn ennfremur.