Gjaldtöku í Hvalfjarðargöng hætt
Gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verður hætt skömmu eftir kl.13 á morgun, föstudaginn 28. september. Eignarhaldsfélagið Spölur hf., Spölur ehf., samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa lokið gerð samnings um afhendingu á Hvalfjarðargöngum til ríkisins.
Fram kemur að afhending þeirra og undirritun samningsins verður við norðurmunna Hvalfjarðarganga sunnudaginn 30. september kl. 15.
Hlutverki Spalar er þó ekki alveg lokið því eftir er að gera upp við viðskiptavini sem eiga inneign hjá félaginu því enn eru 50 lyklar í umferð og tuttugu þúsund áskriftarsamningar. Taka mun einhvern tíma að ljúka þeirri vinnu og er viðskiptavinum bent á að fara inn á heimasíðu Spalar þar sem nálgast má upplýsingar um það hvernig skili megi lyklum og sækja um endurgreiðslu.