GM innkallar 1,5 milljón bíla
Chevrolet Malibu - fæst með 3,8 l V6 bensínvél.
Erfiðleikar og basl General Motors virðist engan endi ætla að taka. Bandaríkjaforseti hefur látið að því liggja að best sé að setja fyrirtækið í gjaldþrot í því skyni að losa það við sem mest af dragbítum.
Bandaríska fjármálaráðuneytiið fyrirskipaði þá GM að gera gjaldþrotsáætlun sem grípa mætti til ef uppbyggingaráætlun fyrirtækisins mistekst. Við þetta tók gengi hlutabréfa í GM algera dýfu. Og nú er hið nýjasta úr ranni GM það að þetta fyrrum voldugasta bílafyrirtæki veraldar neyðist nú til að innkalla eina og hálfa milljón bíla.
Ástæða innköllunarinnar er eldhætta í bílum með 3,8 lítra V6 bensínvélar. Að vísu hefur ekki kviknað eldur í einum einasta bílanna ennþá, en menn vilja vera vissir, hafa bandarískir fjölmiðlar eftir upplýsingastjóra GM; Kerry Christopher.