GM skerðir forstjóralaunin

 http://www.fib.is/myndir/GM_logo_1.jpg

Í kjölfar stórtaps á árinu 2005 hefur stjórn General Motors ákveðið að höggva verulega niður allan kostnað. Á þessu ári verður dregið úr kostnaði við auglýsingar og markaðsstarf í heimalandinu  Bandaríkjunum um 130 milljarða ísl. kr.
Á síðasta aðalfundi GM sem haldinn var fyrir skömmu tók maður að nafni Jerome York sæti í stjórn GM. York er helsti fjármálaráðgjafi Kirk Kerkorian, en Kerkorian þessi er langstærsti einstaki hluthafinn í GM og vitað er að hann hefur lengi verið óánægður með afkomuna hjá GM. Samkvæmt upplýsingum bandarískra fjármálafjölmiðla hefur York krafist aðhalds og samdráttar í launagreiðslum, ekki síst til forstjóra og allrar yfirstjórnar GM.