Grindavíkurvegi verður lokað til norðurs vegna framkvæmda
Fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. júlí á milli kl. 05.00 og 17.00 er stefnt á að malbika báðar akreinar á Grindavíkurvegi. Verður lokað til norðurs við Nesveg báða daganna og umferð til Grindavíkur frá Reykjanesbraut verður beint á þá akrein sem ekki er verið að vinna á.
Einnig verður lokað frá Norðurljósavegi inn á Grindavíkurveg. Hjáleið verður um Nesveg (425), Hafnaveg (44), Reykjanesbraut (1) og Krýsuvíkurveg (42). Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.
- Veginum verður lokað til norðurs við Nesveg báða dagana meðan framkvæmdir eru í gangi. Þetta þýðir að vegurinn verður opinn inn í Grindavík en lokaður frá Grindavík meðan á framkvæmdum stendur.
- Umferð til Grindavíkur frá Reykjanesbraut verður beint á þá akrein sem ekki er verið að vinna á hverju sinni.
- Einnig verður lokað frá Norðurljósavegi inn á Grindavíkurveg.
- Hjáleið verður um Nesveg (425), Hafnaveg (44), Reykjanesbraut (1) og Krýsuvíkurveg (42).
- Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og starfsfólk og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
Í tilkynningu biðst Vegagerðin velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér fyrir vegfarendur en vonast er til að þessar framkvæmdir gangi hratt og vel fyrir sig.