Gúmmíið hækkar
24.01.2006
Heimsmarkaðsverð á hrágúmmíi hefur hækkað undanfarið svo mjög að dekkjaframleiðendur eru farnir að hækka verð á dekkjum. Þannig reiknar Michelin með því verð á Evrópumarkaði á fólksbíladekkjum hækki um 3,5 prósent og vörubíladekkjum um 4,0 prósent á vörubíladekkjum á fyrri hluta ársins. Þetta kemur fram hjá Bloomberg fréttastofunni og þar staðfestir talsmaður Michelin þetta og segir hækkanirnar nauðsynlegar til að vega á móti hækkandi hráefnisverði.
Á markaði í Tokyo kostar kílóið af hrágúmmíi nú um 120 ísl. kr. miðað við afhendingu júní nk. Þetta er hæsta verð á hrágúmmíi sem verið hefur undanfarin 17 ár