Hægri umferð á Íslandi í 50 ár – tímamótanna minnst á Skúlagötunni
Athöfn fór fram fyrir framan Skúlagötu 4 (Sjávarútvegshúsið) í morgun og þess minnst að einmitt þar var fyrst ekið, með formlegum hætti, af vinstri akrein yfir á þá hægri snemma að morgni 26. maí 1968, á H-deginum svokallaða.
Með miklu og samhentu átaki í aðdraganda þessarar breytingar var lagður grunnur að vitund Íslendinga um ábyrgð sína í umferðaröryggismálum og mikilvægi forvarna og fræðslu.
Lokað var fyrir almenna umferð við Skúlagötu 4 meðan á meðan á athöfninni stóð í morgun. Ávörp fluttu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu.
Það var svo Valgarð Briem sem fyrstur ók af vinstri akrein yfir á þá hægri fyrir framan Skúlagötu 4 sem þá hýsti Ríkisútvarpið og þótti við hæfi að nýta bæði þá staðreynd og eins væri hægt að ná myndum að ofan. Valgarð var formaður framkvæmdanefndar hægri umferðar sem annaðist bæði allan undirbúning og framkvæmd með aðstoð til að mynda Vegagerðarinnar enda þurfti að breyta samgöngumannvirkjum auk allra skiltanna sem þurfti að aðlaga.
Á myndinni sést Valgarð Briem aka í dag með sama hætti og á sama bíl og hann gerði fyrir 50 árum.