Hægst hefur á starfsemi Toyota í Kína
Japnaski bílaframleiðandinn Toyota ætlar af fremsta megni að halda sínu striki hvað framleiðslu fyrirtæksins áhrærir í Kína. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðust um helgina ætla að halda þremur af fjórum bílaverksmiðjum sínum gangandi. Hægst hefur á allri framleiðslu vegna kórónaveirunnar COVID-19 sem og hátíðarhalda vegna kínverka tunglsársins sem lauk um helgina.
Starfsemi Toyota í verksmiðjunum í Guangzhou, Guangdong og í hafnarborginni Tianjin hófst af fullum krafti núna eftir helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvenær starfsemi verksmiðjurnar í Sichuan héraði verður ræst af stað.
Bílasala í Kína hefur verið á niðurleið samfleytt í18 mánuði í röð eftir því sem fram kemur í tölum frá samtökum í bílaiðnaði þar í landi. Bílasala í Kína var 8,2% minni 2019 en árið þar á undan.
Bílaframleiðendur hafa af vonum miklar áhyggjur af þessari þróun á stærsta bílamarkaði í heiminum. Minni hagvöxtur í Kína er talin megin ástæða fyrir samdrætti í bílasölu.