Hækkun á eldsneytisverði
Kl. 11:00
Olís og ÓB sem er í eigu Olís hækkuðu í dag eldsneytisverð um sem nemur 20 krónur á lítra. Sjálfsagreiðsluverð á bensínlítranum er nú 207 krónur hjá Olís og 206,7 krónur hjá ÓB.
Enn hefur ekkert annað olíufélag fylgt hækkuninni eftir og eru algeng sjálfsafgreiðsluverð á bensíni á höfuðborgarsvæðinu þessi:
Orkan: 186,3 kr.
Atlantsolía: 186,7 kr.
N1: 187,0 kr.
Shell: 188,9 kr.
FÍB mun fylgjast með framvindu mála og bendir á frekari upplýsingar um verð á eldsneyti hér.
Kl. 12:05
Skeljungur hefur nú fylgt í kjölfarið og hækkað bensínlítrann um 12 krónur og dísellítrann um 14 krónur.
Algengt lítraverð hjá Skeljungi er nú 200,9 kr. á bensíni og 199,9 kr. á díselolíu.