Hækkun langt umfram verðsveiflur
N1 hækkaði í gær bensín og dísilolíu um 2.50 krónur á lítra. Sama dag hækkaði Skeljungur hjá sér og árla í morgun var Olís búið að hækka um sömu upphæð. ÓB, sem er í eigu Olís, hækkaði einnig hjá sér dísilolíuna um 2,50 krónur en bætti aðeins út í bensínið og hækkaði það um 2.60 krónur á lítra. Nú rétt áðan var Atlantsolía einnig að hækka hjá sér um sömu upphæð og ÓB. Þegar þetta er ritað er ekki búið að breyta verðum hjá Orkunni og Ego.
Gengi íslensku krónunnar hefur verið að falla í þessum mánuði. Gengi Bandaríkjadals fór yfir 67 krónur í gær sem er hæsta gengið í mánuðinum. Á sama tíma hefur heimsmarkaðsverð á bensíni og dísliolíu verið að lækka. Bensíntonnið var um 90 bandríkjadölum ódýrara í gær en það var fyrstu dagana í janúar.
Kostnaðarverð á hvern lítra af bensíni uppreiknað í íslenskar krónur á lítra var um einni krónu hærra gær (22.01.08) samanborið við meðalverðið í síðustu viku. Meðalverðið í þeirri viku var forsenda þess að olíufélögin lækkuðu um eina krónu þann 18. janúar eftir að FÍB ýtti við þeim. Hækkun kostnaðarverðs um eina krónu í gær skilaði sér samdægurs í 2.50 króna hækkun til neytenda. Til samanburðar þá var kostnaðarverð á hvern lítra af bensíni rétt fyrir áramótin svipað og í gær. Þá var útsöluverðið til neytenda 132.90 krónur á lítra í sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð en er núna komið í 135.90.
Olíufélögin eru að hækka langt umfram eðlileg viðmið með þessum síðustu verðbreytingum. Til samanburðar þá er meðalkostnaður íslenskra neytenda vegna álagningar, flutnings og dreifingar á bensíni það sem af er janúar yfir 4 krónum hærra á hvern lítra og um 2 krónum hærra á hvern lítra af dísilolíu samanborið við meðalverð liðins árs (2007) uppreiknað til verðlags nú í janúar 2008.
Eftir hækkunina í gær og dag kostar bensínið með þjónustu hjá N1, Shell og Olís 140.90 krónur hver lítri og dísilolían er á 143.40 krónur. Sjálfsafgreiðsluverðið er 135.90 krónur á litra af bensíni og 138.40 krónur dísillítrinn.
Hjá ÓB og Atlantsolíu kostar bensínið 134.30 krónur hver lítri en kostaði fyrir hækkun 131.70 krónur. Dísillinn kostar 136.80 krónur hver lítri.
Ennþá er óbreytt verð hjá Ego þ.e. 131.70 krónur bensínið og 134.30 krónur dísilolían. Orkan er 10 aurum undir. Þar kostar bensínið kr. 131.70 og dísilolían kr. 134.20.