Hættulegur farangur

Farangurinn í bílnum á leið í sumarfríið getur verið háskalegur ef slys eða óhapp verður og stórskaðað fólkið í bílnum. Nýtt áreksturspróf ADAC sýnir þetta svart á hvítu. Skynsamlegt er því að ganga vel frá honum og raða þyngstu hlutunum sem neðst og hafa enga þunga hluti á hattahillunni aftast í bílnum. Þeir geta stórskaðað fólkið ef t.d. árekstur verður. Raðið farangrinum í bílinn af skynsemi og festið hann niður.

http://www.fib.is/myndir/Drasltest5.jpg
Góður frágangur á farangrinum. Flest
kyrrt á sínum stað eftir árekstursprófið.
http://www.fib.is/myndir/Drasltest4.jpg
Hér hefur farangurinn farið á fleygiferð í
árekstrinum.
http://www.fib.is/myndir/Drasltest3.jpg
Hér má sá hvernig farangurinn hefur
þrykkt framsætisbakinu fram.
http://www.fib.is/myndir/Drasltest2.jpg
Óbundinn farangur og allt á rúi og stúi.
http://www.fib.is/myndir/Drasltest1.jpg
Sumir framsætisfarþegar temja sér af-
slappaða setstellingu með fæturna
uppi á mælaborðinu. Hér sést hvaða
afleiðingar það getur haft efslys verður.

Töskur, kælibox og  klappstólar. Allt skal með þegar fjölskyldan fer í fríið á bílnum og það getur verið gestaþraut að raða þessu öllu í bílinn og koma svo síðustu hlutunum inn, sem maður var næstum búinn að gleyma. Og það er hreint ekki sama hvernig bíllinn er hlaðinn. Ef slys á sér stað geta afleiðingarnar orðið slæmar – mjög slæmar.

Í þessu nýjasta árekstrarprófi ADAC er líkt eftir því að árekstur verði milli tveggja bíla á 50 km hraða. Þótt manni finnist 50 ekki mikill hraði þá er hann nógur til þess að lausir hlutir inni í bílnum, eins og töskur og kælubox og fular gosdrykkjaflöskur kastast um innanrýmið og í ökumann og farþega fram  í bílnum.

Einmitt það gerðist í árekstursprófinu og afleiðingarnar urðu alvarlegir áverkar á fólkinu og sætisbök framstólanna gáfu eftir undan þunganum og allt var á tjá og tundri. Prófið sýnir einfaldlega hve mikilvægt það er að binda farangurinn niður í bílnum til að fari ekki á flug ef slys á sér stað. Til að sýna fram á þetta var prófið tvítekið; fyrst með allan farangur lausan í ´bilnum en síðan með hann tryggilega festan. Munurinn var greinilegur. Þetta sést betur af meðfylgjandi myndum.