Hagnaðurinn hjá Volvo aldrei meiri
Mikill uppgangur hefur verið hjá Volvo sænska bílaframleiðandanum hin síðustu ár. Fyrirtækið er að koma inn á markaðinn með athyglisverða bíla sem vakið hafa áhuga og hefur sala á bílum verið einstaklega góð. Uppgjör fyrirtækisins fyrir síðasta ár sýna glæsilega útkomu en hagnaðurinn nam yfir 180 milljörðum króna og hefur hann aldrei verið meiri.
Forsvarsmenn Volvo er mjög bjartsýnir á þetta ár og er útlitið fyrir að enn eitt metárið líti dagsins ljós. Markaðir í Asíu hafa aldrei verið sterkari en eigandi Volvo, sem er kínverskur bílaframleiðandi, á greiðann aðgang inn á markaði í Asíu sem hefur létt undir sölu á þeim markaði.
Á síðasta ári seldi Volvo hátt í 600 þúsund bíla og nam aukningin um 8% frá 2016. Forsvarsmenn Volvo er að gera sér vonir um að auka söluna enn frekar á þessu ári. Markaðir um allan heim sýna hærri sölutölur nú í byrjun þessa árs.