Hámarkshraði lækkaður í Reykjavík
Hámarkshraði verður lækkaður um alla Reykjavík á næsta ári í annaðhvort 30 eða 40 km/klst á götum þar sem hámarkshraði var áður 50 km/klst. Þetta verður gert í þriðja og fjórða áfanga á innleiðinguáhámarkshraðaáætlun borgarinnar sem samþykkt var í apríl 2021.
Áður hefur lækkun verið innleidd samkvæmt fyrstu tveimur áföngunum, en með þessu verður lokið flestum breytingum innan íbúðahverfa og tengibrauta sem skera í sundur íbúðabyggðir. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Breytingarnar núna ná m.a. til stórs hluta Breiðholts, Árbæjar og Grafarvogs, Bústaðavegar, Borgartúns, Suðurgötu, Sóleyjargötu, Lækjargötu, Grensásvegar og Skeifunnar.
Gert er ráð fyrir því að vinnan taki stóran hluta næsta árs, en lækkunin tekur ekki gildi fyrr en ný skilti eru komin upp. Til viðbótar verða hámarkshraðamerkingar málaðar í götur um leið og veður leyfir.