Hátt í 80 prósent bandarískra ökumanna snögg reiðast eða hafa uppi ógnandi hegðun í umferðinni

Nýleg rannsókn frá AAA í Bandaríkjunum, systurfélagi FÍB, gefur sterka vísbendingu um að allt að 8 milljón ökumenn hafi sýnt af sér ofsafengna hegðun í umferðinni á síðasta ári. Rannsóknin byggir á svörum 2705 bandarískra ökumanna varðandi hegðun og framkomu þeirra í umferðinni. 

Rannsóknin leiðir í ljós að 78 prósent bandarískra ökumanna hafi reiðst undir stýri eða haft í frammi ógnandi hegðun gagnvart öðrum vegfarendum að minnsta kosti einu sinni á liðnu ári.  Rannsakendur áætla að um sé að ræða um það bil 160 milljón atvik.  

Meira en helmingur þeirra sem viðurkenndu reiði í akstri sögðust hafa hangið óeðlilega nálægt næsta bíl. Um 47 prósent sögðust hafa hrópað að öðrum ökumanni.

Karlkyns ökumenn eru meira en þrisvar sinnum líklegri en konur til að rekast í eða hafa í frammi þvingandi tilburði gagnvart öðru ökutæki eða ökumanni. Það er mat um 65 prósent svarenda að ógnandi hegðun í umferðinni sé meira vandamál í dag en fyrir þremur árum.

Þessi rannsókn leiðir hugann að ástandinu hér á landi.  Því miður sjáum við stundum óheflaða hegðun í umferðinni.  Tillitslaus og óábyrg hegðun er ekki hluti af þeirri umferðarmenningu sem við viljum hafa á Íslandi.  Það er viðurkennt að reiði og æsihneigð orsaka slys og ýta undir lögbrot.  Hér á landi fylgja flestir reglum, eru tillitssamir og sýna af sér háttvísi í umferðinni. 

 

Rannsóknina má nálgast hérna https://www.aaafoundation.org/prevalence-self-reported-aggressive-driving-behavior-united-states-2014.