Hefja sölu á Xpeng á Íslandi

Bílaumboðið Una, sem hefur umboð fyrir XPENG hér á landi, opnaði sýningarsal sinn á Vínlandsleið 6-8 um síðustu helgi. Til sýnis verða þrír XPENG rafmagnsbílar en það eru P7, G9 og G6. Bílaumboðið Una er systurfélag Öskju en bæði bílaumboðin eru í eigu Vekru.

Samn­ing­ar náðust á milli kín­verska bíla­fram­leiðand­ans Xpeng og bílaum­boðsins Unu ehf., sem er syst­ur­fé­lag bílaum­boðsins Öskju, um sölu og dreif­ingu þess­ara áhuga­verðu raf­bíla á Íslandi.

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að Xpeng hafi notið vax­andi vin­sælda í Evr­ópu und­an­far­in ár. Höfuðstöðvar fé­lags­ins í Evr­ópu eru í Amster­dam í Hollandi en sölu­um­boð hafa verið opnuð í Dan­mörku, Nor­egi og Svíþjóð.

Í dag eru þrjár gerðir af bíl­um í boði hjá Xpeng. Fyrst ber að nefna fólks­bíl­inn P7 sem er fá­an­leg­ur með fjór­hjóla­drifi og hef­ur allt að 597 km drægni. Þá er G9 rúm­góður fjór­hjóla­drif­inn rafjeppi með allt að 570 km drægni og loks jepp­ling­ur­inn G6 einnig fá­an­leg­ur fjór­hjóla­drif­inn og með allt að 550 km drægni auk þess að búa yfir allt að 1.500 kg drátt­ar­getu.

Xpeng fram­leiðir ein­ung­is raf­magns­bíla og fjár­festi þýski bif­reiðaris­inn Volkswagen Group ný­lega í fé­lag­inu fyr­ir 700 millj­ón­ir dala. Á síðasta ári seldi Xpeng 150.000 bif­reiðar og stefn­ir fé­lagið að því að auka fram­leiðslu­getu sína upp í allt að 500.000 bíla á ári.