Heimsbíll ársins 2009
Toyota IQ
Nú stendur yfir val á heimsbíl ársins 2009. Þetta er í 10. sinn sem þetta val fer fram. 11 bílar eru komnir í úrslit en ættu að vera 10. Ástæða þess er sú að tveir bílanna fengu jafnmörg atkvæði í 10 bíla úrslitin. Þann 9. apríl greiðir dómnefndin atkvæði um þá þrjá bíla sem komast í lokaúrslit. Hver síðan hreppir titilinn heimsbíll ársins 2009 verður kunngert á bílasýningunni í New York þann 9. maí nk.
Heimsbíll ársins, World Car of the Year eða WCOTY er bandarískt fyrirbæri en í 59 manna dómnefndinni sem velur heimsbílinn er bílafólk frá 24 löndum til að tryggja eðlilega og alþjóðlega fjölbreytni. Karlar í nefndinni eru í miklum meirihluta því að í nefndinni eru einungis þrjár konur.
Til að bílar komi til álita í þesu vali þurfa þeir að vera á markaði í minnst fimm löndum í að minnsta kosti tveimur heimsálfum. Það er skýringin á því að bíll ársins í Evrópu 2009, Opel Insignia, kom ekki ekki til greina því hann er fáanlegur í einungis einni heimsálfu – Evrópu.
Þessir eru í úrslitum
Audi A4 / Avant
BMW 7 Series
Citroen C5 Sedan / C5 Tourer
Fiat 500
Ford Fiesta
- Honda Jazz / Fit
Jaguar XF
Mazda 6 / Mazda Atenza
Nissan GT-R
Toyota iQ
Volkswagen Golf VI
Auk ofannefndra bíla verður sportbíll ársins valinn úr eftirfarandi bílum:
- Audi RS 6 Avant
- BMW 135i Coupe / Cabriolet
- Corvette ZR1
- Lamborghini LP560-4 Gallardo
- Mercedes-Benz C63 AMG
- Mercedes-Benz SL 63 AMG
- Mitsubishi Evo X / Evo MR
- Nissan GT-R
- Porsche 911 Carrera
- Subaru Impreza WRX STI
Heimsbíll ársins í fyrra var valinn Mazda 2. Árið 2007 var það Lexus LS460, 2006 var það BMW 3 og 2005 var það Audi A6.