Heimsmarkaðsverð á olíu og bensíni hefur ekki verið jafnhátt í sjö ár
Heimsmarkaðsverð á olíu og bensíni hefur ekki verið jafnhátt í sjö ár. Hér á landi er bensínverðið þar sem það er hæst komið yfir 280 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir þetta háa verð hafa áhrif á verðbólgu og óneitanlega komi þetta illa við marga. Þetta háa verð hafi ennfremur áhrif á vöruverð almennt.
,,Þetta er að gerast allt í kringum okkur og heim allann. Megin ástæða fyrir þessu er mjög hátt heimsmarkaðsverð. Við höfum í raun aldrei séð svona hátt heimsmarksverð í krónum talið. Svona átt verð á heimsmarkaði hafi líka verið hátt á árunum 2011 til 2014. Um þessar mundir höfum við verið að sjá verð sem ekki hafa sést í sjö ár,“ sagði Runólfur í samtali við fréttastofu RÚV.
Rúnólfur sagði ennfremur að rúmlega 50% af útsöluverði bensínlítrans séu skattar í ríkisjóð. Kostnaðarverð af bensíni og dísilolíu á hvern lítra uppreiknað í íslenskar krónur er um 100 krónur. Afgangurinn er álagning. Þegar Costco kom á markaðinn jókst samkeppnin en aðeins á ákveðnum stöðum.
,,Verðmunurinn á ódýrasta lítranum á móti þeim dýrasta er 40 krónur og í sumum tilfellum ríflega það. Þetta sýnir okkur að við höfum borð fyrir báru því olíufélögin ættu nú að geta verið temmilegri í álagningu. Flest olíufélögin er að skila góðum afgangi í sínum rekstri og ekki á flæðiskeri stödd.“
Rúnólfur óttast að verð gæti hækkað enn frekar á næstunni. Óvissan á landamærum Rússlands og Úkraínu gæti haft áhrif.Því miður gætum við verið að sjá áfram hátt olíuverð.