Heimsmetár í bílasölu

Heimsmetár í bílasölu
Heimsmetár í bílasölu

Baráttan um efsta sætið í sölu nýrra bíla í heiminum öllum hefur síðustu árin staðið milli Volkswagen og Toyota og hefur verið mjótt á munum milli þeirra. Nú liggur fyrir uppgjör uppgjör frá focus2move fyrir fyrstu níu mánuði ársins og samkvæmt því hefur Toyota rétt sigið framúr Volkswagen. Hvor um sig seldi tæplega 7,5 milljón bíla en munurinn milli þeirra er einungis um 20 þúsund bílar sem er svosem ekki neitt neitt í hinu stóra samhengi. En segja má að Toyota sé hinn sterki í þessum samanburði því að langstærsti hluti bílaframleiðslunnar er undir Toyota vörumerkinu meðan salan hjá VW skiptist milli Volkswagen, Audi, Seat, Skoda, Porsche, Bentley, Bugatti, MAN og Scania.

Árið 2014 var heimsmetsár í sölu bíla. Þá seldust 87 milljón bílar. Nú bendir flest til þess að það met verði slegið á þessu ári sem senn lýkur. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa 65,7 milljón bílar selst, sem er 1,7 prósents aukning miðað við sama tímabíl í fyrra. Bílasala hefur vaxið jafnt og þétt í veröldinni síðan 2010 en frá og með 2014 tók að draga úr vextinum. Þar munaði mestu um samdrátt á stórum markaðssvæðum eins og Rússlandi og Brasilíu. Ennfremur er verulega tekið að hægja á þeim mikla og áralanga vexti sem verið hefur í Kína.

Þriðji stærsti bílaframleiðandi heims það sem af er árinu er Renault-Nissan með 5,91 milljón bíla. GM sem lengi var stærst í heimi kemur þétt á hæla Renault-Nissan með 5,79 milljón bíla. Í fimmta sætinu er svo Hyundai-Kia með 5,66 milljón bíla.

En þegar einstök vörumerki eru skoðuð trónir Toyota vörumerkið á toppnum með 6,25 milljón bíla. Næst er Volkswagen með 4,78 milljón bíla, þá Ford með 4,52 milljónir bíla. Hyundai vörumerkið hefur mjög eflst á þessari öld og hefur selt 3,52 milljón bíla. Þar munar mestu um gott gengi merkisins í Bandaríkjunum. Svipaða sögu er að segja um Nissan, Honda og Chevrolet.

Athyglisvert er að meðal 20 mest seldu bílategunda heims er kínversku tegundirnar Wuling, ChangAn og indverska tegundin Maruti.

10 stærstu framleiðendurnir

Nr.

Framleiðandi

Fjöldi*

1

Toyota

7,44

2

VW Group

7,42

3

Renault-Nissan

5,91

4

General Motors

5,79

5

Hyundai-Kia

5,66

6

Ford

4,61

7

FCA

3,53

8

Honda

3,40

9

PSA

2,39

10

Suzuki

2,15

 

Söluhæstu 20 vörumerkin

Nr.

Tegund

Fjöldi.*

1

Toyota

6,25

2

Volkswagen

4,78

3

Ford

4,52

4

Hyundai

3,52

5

Nissan

3,50

6

Honda

3,25

7

Chevrolet

3,21

8

Kia

2,14

9

Mercedes

1,52

10

Renault

1,45

11

Peugeot

1,45

12

BMW

1,43

13

Audi

1,35

14

Fiat

1,20

15

Mazda

1,14

16

Suzuki

1,13

17

Wuling

1,12

18

Maruti

1,02

19

ChangAn

0,98

20

Jeep

0,92

* Fjöldi bíla í milljónum. (Fólksbílar og minni sendibílar).