Hekla innkallar Mitsubishi ASX
Hekla hf. kallar inn 23 Mitsubishi ASX bifreiðar árgerð 2016. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að hurðarlæsing virki ekki rétt við hátt hitastig. Bilun getur valdið því að hurð lokast ekki nægilega vel og hættu á að hurð geti opnast í akstri.
Viðgerð felst í að skipt verður um læsingar í tveimur eða fjórum hurðum eftir því hvenær bíll var framleiddur. Haft verður samband við bíleigendur þegar varahlutir berast til landsins.
Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Heklu ef þeir eru í vafa.