Hekla innkallar Mitsubishi Outlander
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. Að innkalla þurfi 167 Mitsubishi Outlander bifreiðar árgerð 2006 til 2012. Ástæða innköllunar er sú að rúðuþurrkur fyrir framrúðu geta orðið óvirkar vegna þess að vatn getur komist í þurrkumótor og/eða tæring orðið á kúlulið á tengiarmi fyrir rúðuþurrkur.
Ef bilun verður veldur hún því að rúðuþurrkur verða óvirkar. Viðgerð felst í því að skipt verður um rúðuþurrkuarm og rúðuþurrkumótor. Hekla mun senda eigendum viðkomandi bifreiða bréf um innköllunina.