HELT OKEJ
Chevrolet Volt er málamiðlun sem nýtir það besta úr tveimur heimum; heimi rafmagnsins og heimi bensínsins. -Helt okej, eða ágætis bíll.
Svona hljómar niðurstaða bílablaðamannsins sænska, Robert Collin í Aftonbladet sem nýlega hefur reynsluekið bílnum í vetrarríkinu í Svíþjóð.
Chevrolet Volt er bíll sem knúinn er af rafmagni og hlaðinn er upp með því að stinga honum í samband í rafmagnsinnstungu. Sá straumur dugar honum ca. 50 km en þá fer ljósamótorinn í gang og skilar honum áfram næstu 500 kílómetrana. Bíllinn kemur á almennan markað í Svíþjóð næsta haust og verðið verður rétt undir átta milljónum ísl. kr. Óvissa er hins vegar um hvenær bíllinn verður í almennri sölu á Íslandi.