Hemjum hraðann við skólana
Börn eru mjög viðkvæmir vegfarendur og umferðin er þeim háskalegri en fullorðnum. Það er ekki síst vegna þess að þau sjást verr og eru líka óútreiknanlegri en hinir fullorðnu. Þessvegna ber bílstjórum að viðhafa sérstaka aðgát í akstri þar sem vænta má barna, t.d. við skóla og í nágrenni þeirra.
Flestir vita þetta nú, enda hefur fólk um áratugi verið áminnt um það og um að viðhafa sérstaka aðgát í grennd við skóla. En það er eins og það dugi ekki á alla því að á hverju ári er talsverður fjöldi sektaður fyrir að aka hraðar en 30 km á klst, við skólana og margir þeirra eru foreldrar sjálfir.
Sjö af hverjum tíu ökumönnum sem stöðvaðir hafa verið fyrir of hraðan akstur við skólana er karlmenn. Þetta sýnir reynslan – ekki bara hér á Íslandi heldur líka í grannlöndunum. Aðspurðir um hversvegna þeir sem foreldrar hafi ekið of hratt svara hinir brotlegu stundum því til að þeirra eigið barn eða börn séu nú ekki í þessum skóla.
30 km hámarkshraði við skólana er ekki nein tala út í loftið. Ef barn hleypur fyrir bíl á 30 er höggið miklu minna en ef bíllinn væri á 50 eða þaðan af hraðar. En á 30 km hraða eru líkurnar á að ökumaður geti stansað áður en árekstur verður, miklu meiri en ef ekið er á 50 eða þaðan af hraðar. Líkurnar á því að þú keyrir á barn eru miklu minni á 30 en á 50.