Hertz leigir út rafbíla í Evrópu frá 2012
Renault Twizy. |
Renault Zoe. |
Renault Fluence. |
Renault Kangoo Z.E. |
Hertz bílaleigan verður meðal þeirra fyrstu sem leigja út rafmagnsbíla. Fulltrúar Hertz í Evrópu og Renault undirrituðu á bílasýningunni í Genf í morgun viljayfirlýsingu um kaup Hertz á 500 rafbílum af gerðunum Renault Twizy, ZOE, Fluence Z.E. og Kangoo Z.E.
Ofannefndir rafbílar frá Renault eru allir nýir og tæknilega háþróaðir en misjafnlega langt á veg komnir. Sumir eru þegar komnir í fjöldaframleiðslu en aðrir væntanlegir. Rafbílarnir verða hluti af rafbílaáætlun Herts sem hleypt var af stokkunum í desember sl. Þeir verða hluti af leigu- og samnýtingarflota Hertz í Evrópu.
Mark Frissora forstjóri og stjórnarformaður Hertz Corporation sagði við undirritunina í morgun að hann hugsaði gott til glóðarinnar um samstarf við Renault um að geta boðið leigutökum upp á mengunarlausa Renault bíla af fjölbreyttum stærðum og gerðum frá og með árinu 2012.