Hin olíufélögin hækkuðu ekki
Heimsmarkaðsverð á lítranum af dísilolíu í gær reyndist verða þremur krónum lægra en það var daginn áður og á sama hátt tveimur krónum lægra á bensíninu.
Heimsmarkaðsverð var sem sé á niðurleið í gær, einmitt þegar hið ofurskuldsetta Olís greip til þess ráðs að hækka þessar eldsneytistegundir um þrjár krónur á lítrann. Olís var í þessu efni eitt á báti því að önnur íslensk olíufélög eltu ekki Olís og höfðu ekki gert ennþá núna þegar þetta er ritað um tíuleytið föstudaginn 2. desember.
Skyldi vera ástæða til að óttast um að Olís fari í jólaköttinn í ár?