Hjól í huga - Hann er nakinn, óvarinn! Myndband

Nú er vorið komið og börnum og fullorðnum á reiðhjólum fjölgar mjög í umferðinni. Umferðin er samvinnuverkefni allra og okkur ber að gæta að eigin öryggi og allra annarra vegfarenda.
FÍB stendur um þessar mundir að mikilvægu umferðaröryggisátaki, Hjól í huga. Markmiðið er að efla vitund ökumanna um hjólreiðafólk í umferðinni.
Átakið er alþjóðlegt og nefnist á ensku Think Bike!. FÍB lét gera myndband til stuðnings málefninu sem sýnir nakinn mann hjóla í umferðinni og þá athygli sem nekt hans vekur hjá öðrum vegfarendum. Myndbandið sýnir tvennt: Annarsvegar það að allir vegfarendur; ökumenn sem aðrir taka strax eftir hjólreiðamanninum af því hann er nakinn. Á hinn bóginn undirstrikar nektin líka viðkvæmni óvarinnar manneskju í umferðinni og hversu lítið má út af bera til að af hljótist líkams- eða jafnvel fjörtjón. Þetta verða allir vegfaraendur að hafa í huga og þá sérstaklega ökumenn bíla og hjólreiðafólk. Steinn Ármann Magnússon leikari og ástríðu hjólreiðamaður ljáði átakinu rödd sína. Nektin og glaðlegt yfirbragð myndbandsins eykur athygli og skilar boðskapnum betur til áhorfenda.

 

 

ÞETTA ER ÁMINNING TIL ÞÍN UM AÐ NOTA SPEGLANA OG GLEYMA EKKI 
REIÐHJÓLUNUM OG VÉLHJÓLUNUM   

Límmiða er hægt að nálgast hjá FÍB, Skúlagötu 19, Reykjavík

Límmiðana má setja á útispeglana, á hurðaklæðninguna, 
hliðarrúðurnar eða á mælaborðið.Reiðhjólamiðinn á að vera farþegamegin 
en mótorhjólamiðinn ökumannsmegin. 
Athugið! Staðsettu ekki límmiðann þar sem hann kann að skerða útsýni þitt 
eða hylja hverskonar viðvörunarmerki t.d. frá blindsvæðisskynjara. 

Nánar um átakið hér 

Umferðaröryggisátak FÍB 
í samstarfi við Hjólabætum Ísland 

http://www.fib.is/myndir/hjolihugakristin.jpg