Hleðsla rafbíla og raflagnir
Nokkur umræða hefur verið á undanförnum árum um aukna notkun rafbíla og miðað við þá umræðu gætu rafbílar orðið verulegur hluti bílaflotans innan nokkurra ára.
Samhliða umræðunni og aukinni notkun rafknúinna farartækja hefur farið fram mikil vinna við að reyna tryggja að þessi þróun leiði ekki til þess að öryggi sé stefnt í tvísýnu. Þessi vinna hefur fyrst og fremst verið á hendi alþjóðlegra og evrópskra staðlasamtaka, sem unnið hafa að stöðlun á atriðum er varða bæði farartækin sjálf, þær aðferðir sem beitt er við hleðslu þeirra og raflagnir á þeim stöðum sem hleðsla þeirra fer fram.
Af þessum sökum hefur Mannvirkjastofnun gefið út ágætan fræðslubækling um hleðslu rafbíla og annarra rafknúinna farartækja og raflagnir.